Magnús Gunnar í úrslit Pangeu.

Á nýliðnu skólaári tóku átta nemendur úr 8. bekk og tuttugu úr 9. bekk Egilsstaðaskóla þátt í stærðfræði keppni Pangeu sem haldin er í yfir 20 löndum Evrópu en Ísland var fyrst meðal þátttakenda árið 2016. Á heimasíðu Pangeu kemur fram að það eru sjálfboðaliðar úr félagi Horizon ásamt raungreina- og verkfræðinemum sem sjá um vinnu og skipulagningu keppninnar og er það unnið í sjálfboðavinnu.
Keppnin er til þess að vekja áhuga nemenda á stærðfræði og hvetja til dáða á sviðinu.

Einn nemandi Egilsstaðaskóla komst í úrslit Magnús Gunnar Sigurhansson. Í venjulegu árferði hefði honum staðið til boða að fara til Reykjavíkur og taka þátt í úrslitakeppninni þar en vegna Covid-19 varð hann að láta sér bókasafn skólans nægja. Hann lenti í 14. sæti af þeim 60 nemendum 8. bekkjar sem komust í úrslit. Við óskum Magnúsi innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur og þökkum öllum sem tóku þátt að þessu sinni.