Lokaverkefni 10. bekkinga

Á hverju vori gera nemendur í 10.bekk lokaverkefni. Krakkarnir ákveða viðfangsefni og hafa ákveðinn tíma til að vinna við verkefnið og ljúka því. Vinnuferlið er skipulagt og reglulega hitta nemendur kennara til að gera grein fyrir stöðu verkefnisins.

Í ár voru verkefnin mjög fjölbreytt; smíðaverkefni, listræn verkefni, fræðsluefni, tölvuleikjahönnun og ýmislegt fleira eins og myndirnar sýna. Það er alltaf mjög ánægjulegt að fylgjast með nemendunum sýna verkefnin sín enda full ástæða fyrir þá að vera stolt af því sem hefur áunnist.