- Skólinn
- Frístund
- Fyrirspurnir
- Mötuneytið
- Skólareglur
- Starfsfólk
- Viðburðadagatal
- Skólanámskrá
- Skipurit
- Mat á skólastarfi
- Skólaráð Egilsstaðskóla
- Skólasöngur
- Nám & kennsla
- Foreldrar
- Nemendur
- Stoðþjónusta
- Hagnýtt
Stóru upplestrarkeppninni í 7. bekk 2020 –2021 lauk formlega á norðursvæði Austurlands þann 17. mars sl. með upplestrarhátíð í golfskálanum Ekkjufelli í Fellum. Þar komu saman fulltrúar frá Egilsstaðaskóla, Fellaskóla, Brúarásskóla, Vopnafjarðarskóla og Seyðisfjarðarskóla.
Í ár var keppnin haldin í 25. sinn og að þessu sinni voru lesnir valdir kaflar úr bókinni Kennarinn sem hvarf eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur og ljóð eftir Kristján frá Djúpalæk. Auk þess fluttu þátttakendur ljóð að eigin vali. Að vanda reyndist ekki auðvelt að velja sigurvegarana þar sem allir keppendur stóðu sig með miklum ágætum.
Stóra upplestrarkeppnin í sjöunda bekk hefur, undanfarinn aldarfjórðung, hafist ár hvert á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember og lokið í mars með því að valdir eru þrír bestu upplesarar í hverju byggðarlagi, eða í umdæmi hverrar skólaskrifstofu.
Egilsstaðaskóli átti fimm fulltrúa á lokahátíðinni og er ánægjulegt að segja frá því að Harpa Sif Þórhallsdóttir hlaut 2. sæti í keppninni.
Egilsstaðaskóli
Tjarnarlönd 11 | 700 Egilsstaðir Sími á skrifstofu: 470 0605 Netfang: egilsstadaskoli@mulathing.is |
Skrifstofa skólans er opin frá
kl. 08:00 - 16:00