Litla upplestrarkeppnin í 4. bekk

Nemendur í 4. bekk héldu Litlu upplestrarkeppnina í blíðskaparveðri í síðustu viku. Undanfarnar vikur hafa krakkarnir æft sig að lesa upp enda er markmið keppninnar - sem reyndar er alls ekki keppni - að þjálfa upplestur og framkomu. Litla upplestrarkeppnin er nokkurskonar undanfari Stóru upplestrarkeppninnar sem er haldin í 7. bekk ár hvert.
Umsjónarkennarar árgangsins ákváðu að flytja keppnina í Tjarnargarðinn þar sem það var einmuna blíða og bæði lesarar og gestir nutu þess að vera úti.