Litla upplestrarkeppnin í fjórða bekk

Fimmtudaginn 31. mars síðastliðinn var Litla upplestrarkeppnin haldin hátíðleg hjá nemendum í 4. bekk. Nemendur buðu foreldrum sínum að koma og hlusta og nemendum í 3. bekk skólans var jafnframt boðið.

Hátíðin var virkilega vel heppnuð, nemendur komu fram og lásu kvæði, málshætti og andheiti bæði allir saman sem hópur en einnig í smærri hópum. Þá voru nemendur úr bekknum sem einnig eru í tónlistarnámi við tónlistarskólann með atriði en þau sungu, spiluðu á ukulele og píanó. Nemendur úr 7. bekk sem báru sigur úr bítum í stóru upplestrarkeppninni voru auk þess gestir á hátíðinni.

Að lokinni vel heppnaðri dagskrá á sviðu buðu nemendur foreldrum sínum í heimsókn inn í stofur að skoða afrakstur verkefna sem þau hafa unnið um Norðurlöndin og landnám Íslands síðustu vikur.