Það er gott að lesa

PALS er heitið á aðferð sem er beitt í lestri og stærðfræði. Aðferðin byggist á því að þjálfa samtímis hóp af nemendum í stafaþekkingu og lestri með því að pör vinna saman. Pörin vinna saman í 35 – 40 mínútur í senn tvisvar til þrisvar í viku. Nemendur vinna saman í pörum og aðstoða hvor annan við að bæta lesturinn. Pörin nota stigakerfi sem hvatningu og gefa sér stig m.a. fyrir að ljúka verkefnum.

Aðferðin er mjög vel rannsökuð og hafa niðurstöður sýnt að PALS hjálpar flestum nemendum að bæta lesskilning og leshraða. Í 2. bekk eru nemendur þessa dagana að æfa sig í lestri með því að nota PALS aðferðina og sömuleiðis nemendur í 6. og 7. bekk.

Áhugasömum er bent á að kynna sér PALS á læsisvefnum https://laesisvefurinn.is en þar er meðal annars að finna svæði sem heitir Lestrarmenning og þar er hægt að komast inn á aðra vefi þar sem er fjallað um lestur.
Á vefsvæðinu www.lesummeira.is má finna gagnlegar ráðleggingar um hvernig er hægt styðja við lestur barna og gera lestur að gæðastund.