Lestrarsprettur á miðstigi

Í haust hafa nemendur á miðstigi tekið þátt í lestrarspretti, sem snúist hefur um að lesið er eins mikið og hægt er á ákveðnu tímabili.

Afraksturinn birtist myndrænt á göngunum fyrir framan kennslustofurnar.

Í einhverjum tilfellum endaði spretturinn með þvi að bekkurinn horfði á mynd og fékk popp – enda höfðu þau búið sér til popp-mynd úr lesnum bókum.