Lagarfljótsormurinn kominn út í 52.sinn

Lagarfljótsormurinn skólablað Egilsstaðskóla er komið út. Þetta er 52.árgangur blaðsins. Eins og undanfarin ár er lagt upp með að efnið sé frá öllum nemendum skólans, en jafnframt stakar greinar frá starfsfólki. Lagarfljótsormurinn er vinsælt og sígilt lesefni fyrir fólk á öllum aldri. Blaðið er 60 síður.

Nemendur í 9.bekk munu ganga í hús á næstu dögum og selja skólablaðið, en ágóði af blaðinu rennur í ferðasjóð bekkjarins fyrir skólaferðalag. Blaðið kostar 1500 kr. Ritstjóri blaðsins er Sigfús Guttormsson. Forsíðumynd blaðsins er gerð af Guðlaugu Björk Benediktsdóttur nemanda í 8.bekk.  Blaðið er prentað í Héraðsprent. Skólastjóri vill þakka öllum þeim sem komu að gerð blaðsins fyrir að leggja sitt af mörkum við að viðhalda þessari skemmtilegu hefð í skólastarfinu.

Velunnarar skólans eru hvattir til þess að taka vel á móti nemendum og kaupa Lagarfljótsorminn.