Þriðjudaginn 16. september verða haldnir kynningarfundir fyrir foreldra og forsjáraðila barna í Egilsstaðaskóla. Fundirnir hefjast í matsal með kynningu á innleiðingu Heillaspora og síðan haldið áfram með kynningar í heimastofum árganga.
Fundir fyrir hvert stig hefjast sem hér segir:
1.-4. bekkur klukkan 16:30
5.-7.bekkur klukkan 17:30
8.-10. bekkur klukkan 18:30
Á kynningum í árgöngum verður farið yfir vetrarstarfið, sérstök verkefni á hverju stigi / árgangi og fleiri hagnýtar upplýsingar. Fundirnir taka u.þ.b. klukkustund.