Jólaundirbúningur

Það er að mörgu að huga við undirbúning jólaskemmtana, sem verða í kvöld og í fyrramálið. Vaskur hópur starfsmanna bar jólatréð inn í morgun en við notum fallega útitréð okkar sem innitré við þessi tækifæri. Í dag mun nemendaráðið skreyta tréð og því verður komið fyrir í matsal skólans svo hægt sé að dansa í kringum það á síðasta skóladegi ársins 2022.