Jólaþema í list- og verkgreinum

Nú fyrir jólin hafa nemendur í 5. bekk unnið ýmis jólaverkefni í list- og verkgreinum. Í myndmennt skoðuðu þeir hvernig listamenn hafa búið til steinda glugga í gegnum tíðina. Þeir finnast aðallega í kirkjum og menningarstofnunum víða um heiminn. Nemendur unnu síðan eigin mynd í karton og silkipappír sem var svo plöstuð. Hér er afraksturinn sem mun sóma sér vel í gluggunum heima.