Jólapeysu-húfu-sokka dagur

Það var litríkur hópur nemenda og starfsfólks sem mætti í skólann í morgun. Jólapeysur, jólahúfur, jólasokkar og alls konar jólaskraut hafði verið dregið fram og því skartað í tilefni af því að nú styttist mjög til jóla.