Jólakveðja

Starfsfólk Egilsstaðaskóla óskar nemendum, foreldrum og öðrum velunnurum skólans gleðilegra jóla og gæfuríks árs. Nemendur mæta aftur hressir í skólann 4. janúar. Skrifstofa skólans verður lokuð frá 20. des til 3. jan.

Meðfylgjandi eru mynd af jólaballi yngsta stigs sem var með öðru sniði í ár. Einn árgangur kom í einu upp í sal og dansaði og söng nokkur lög undir stjórn tónlistaskólans. Vinir okkar, jólasveinarnir, létu sig ekki vanta.