Jólaheimsókn á Minjasafn Austurlands

Fyrir jólin hafa um 180 nemendur úr Egilsstaðaskóla heimsótt Minjasafn Austurlands í sérstökum jólaheimsóknum. Af þessum 180 voru um 140 á yngsta stigi (1.-3. bekkur) og 40 af miðstigi (7. bekkur). Nemendur á yngsta stigi fengu fræðslu um jólasveinana og þá hluti og athafnir sem þeir draga nöfn sín af. Þá var nemendum einnig boðið að kíkja inn í Grýluhellinn sem birtist á safninu núna fyrir jólin. Nemendum á miðstigi var boðið upp á stutta sögustund þar sem fjallað var um ýmsar þjóðsögur og fleira sem tengist jólunum. Nemendur og starfsfólk Egilsstaðaskóla þakkar Minjasafninu fyrir ánægjulegt samstarf, nú sem endranær.