Jólafrí - jólakveðja

 
,,Þetta er ekki árið sem þú færð allt sem þú vilt. Þetta er árið sem þú kannt að meta allt sem þú hefur“
 
2020 hefur sannarlega verið öðruvísi ár. Við höfum öll þurft að aðlagast breyttum veruleika og tileinka okkur nýja siði og venjur. Jákvæðni og seigla starfsmanna og nemenda hafa skilað því að breytingar og takmarkanir á skólastarfi hafa gengið mjög vel fyrir sig. Eldri nemendur hafa nýtt takmarkaðan tíma í skólanum vel til náms og tekist hefur að halda úti fullum skóladegi hjá yngstu nemendunum. Í dag fara nemendur og starfsmenn í jólaleyfi. 
Skólahald hefst aftur að loknu jólaleyfi, þann 5. janúar. Enn er óljóst með hvaða hætti skólastarfið verður á nýju ári en upplýsingar um það verða sendar foreldrum í tölvupósti 4. janúar.
 
Starfsfólk Egilsstaðaskóla óskar nemendum, foreldrum og öðrum velunnurum skólans gleðilegra jóla og gæfuríks árs.
 
Meðfylgjandi eru myndir af jólaballi á yngsta stigi sem haldið var með óhefðbundnu sniði í dag.