Jóladagskrá skólans

Jólaskemmtanir skólans verða föstudaginn 17.desember frá 10:00-12:00 fyrir alla árganga skólans. Dagurinn er skertur dagur samkvæmt skóladagatali, sem þýðir að skólahald er skemmra en stundaskrá segir til um.

Árgangar halda jólastundir í sínum stofum, en 1.-3.bekkur mun jafnframt fá tækifæri til að dansa í kringum jólatré í matsal skólans, hver árgangur fyrir sig við undirleik kennara Tónlistarskólans. 6.bekkur mun sýna jólasöguna og munu 1.-6.bekkur horfa á hana rafrænt að þessu sinni. Nemendur í 8.-10.bekk munu frumsýna jólalagamyndbönd sem bekkirnir hafa verið að vinna undanfarið, auk jólalagamyndbands kennara á elsta stigi. Umsjónarkennarar munu senda út nánari upplýsingar um fyrirkomulag í hverjum árgangi. Aðeins verður hádegisverður fyrir nemendur í Frístund þennan dag.

Skólaakstur verður miðað við þessa tímasetningu.

Frístund er opin þennan dag og þarf að skrá þá nemendur sem nýta aukatíma hjá forstöðukonu.

Jólaleyfi nemenda hefst síðan 20.desember. Mánudagurinn 3.janúar er starfsdagur og skólastarf nemenda hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 4.janúar 2022.

Fimmtudaginn 16.desember verður jóladagur í skólanum og eru nemendur og starfsmenn hvattir til að skarta jólalegum fatnaði eða fylgihlutum í tilefni dagsins. Þann dag er hangikjöt á matseðlinum, en skólastarf hefðbundið.