Hvað lætur mig skína?

Það standa yfir þemadagar í Egilsstaðaskóla. Krakkarnir vinna að fjölbreyttum verkefnum sem tengjast þeim sjálfum og nærumhverfinu.
Á miðstigi eru allir að búa sér til fjársjóðskistu sem inniheldur hluti sem skipta hvern og einn máli og lætur þeim líða vel. Krakkarnir gera líka sólir sem sýna hvað lætur þau skína. Inn á milli er svo útivist og leikir.
Krakkarnir í 1. bekk fóru á Vilhjálmsvöll og krakkarnir fræddust um Vilhjálm Einarsson, ólympíufara og síðar skólameistara ME. Þau teiknuðu myndir og skrifuðu texta. Krakkarnir voru mjög stolt af myndunum sínum og voru áhugasöm um að sýna þær. Þriðjubekkingar bökuðu múffur til að taka með í nesti í gönguferð í Sigfúsarlund á morgun og fóru líka í myndatöku. 
Framhald er á þemadögum á miðvikudag.