Himingeimurinn í 3. bekk

Þessa dagana á himingeimurinn hug allra í 3. bekk. Nemendur hafa unnið í hópum með eina plánetu hver og orðið sérfræðingar í henni. Hópavinnunni lauk svo með kynningu fyrir bekkjarfélaga og þannig hafa allir fengið fræðslu um allar pláneturnar. Á þessum tímum þar sem foreldrar geta ekki komið í heimsókn í skólann var brugðið á það ráð að bjóða foreldrum að vera með í gegnum Teams. Ekki hægt að segja annað en að ánægja hafi verið með hversu vel tókst til.