High School Musical - Árshátíð elsta stigs

Í síðustu viku sýndu nemendur á elsta stigi söngleikinn High School Musical á tveimu sýningum. Krakkarnir hafa undirbúið og æft söngleikinn frá því í haust og margir komið að uppfærslunni. Hópur nemenda var í valnámskeiði sem útbjó sviðsmynd og hannaði búninga og nokkrir nemendur tóku að sér að hanna lýsingu og stjórna hljóði. Það er alltaf mikil spenna í aðdraganda árshátíðarinnar enda mikil vinna að baki.
Áhorfendur fögnuðu vel á sýningunum tveimur og full ástæða til því krakkarnir stóðu sig einstaklega vel.