Héraðsleikar 2023

Veðrið lék við okkur á Héraðsleikunum í síðustu viku. Nemendur í grunnskólum Múlaþings gerðu sér glaðan dag í Brúarásskóla, Fellaskóla og í Egilsstaðaskóla.
Í Egilsstaðaskóla voru 3. og 4.bekkingar og nemendur á elsta stigi. Það var ýmislegt við að vera s.s. leikir, forritun, fyrirlestrar og margt fleira. Allir fengu pylsur í hádeginu og íspinna á eftir. Flestir virtust njóta dagsins, bæði ungir og eldri.