Heimsmarkmið númer 12 í 2.bekk

Á þemadögum vann 2.bekkur með heimsmarkmið nr. 12, ábyrg neysla og framleiðsla.
Krakkarnir flokkuðu óskilafatnað sem safnast hefur hjá yngsta stigi í vetur og verðlögðu með því að finna sambærilegar flíkur á heimasíðum verslana. Kostnaðarverð þessa óskilafatnaðar hljóðar upp á 1.450.000 krónur. Nemendur gerðu kannanir, fundu uppruna fata sinna, horfðu á fróðleiksmyndbönd og bjuggu til spil sem vekja okkur til umhugsunar um eigin lífsstíl. Krakkarnir voru því talsvert fróðari um hvaðan fötin þeirra koma og hvers virði þau eru að þemadögum loknum.