Heimsálfuspil

Í 8.bekk nýttu nemendur tímann á þemadögum til að hanna og búa til spil um heimsálfurnar. Viðfangsefni í samfélagsfræði hefur einmitt verið umfjöllun um heimsálfurnar og því kjörið að vinna með efnið þessa tvo daga. Í lokin komu foreldrar og forráðamenn í heimsókn og tóku sumir þátt í að spila spilin sem krakkarnir bjuggu til. Það var mjög gaman að fylgjast með því hve áhugasamir og virkir nemendurnir voru í þessu verkefni og þau voru sýnilega ánægð með afraksturinn.