Heilsu- og hreyfidagar

Í þessari viku standa yfir Heilsu- og hreyfidagar í Egilsstaðaskóla. Nemendur gera sér glaðan dag í íþróttahúsinu undir stjórn íþróttakennara. Alla morgna er boðið upp á hafragraut fyrir skóladaginn og er gaman að sjá hversu margir nemendur mæta og eiga góða stund yfir heitum grautnum. Á morgun fimmtudag munu nemendur í 7. bekk í heimilisfræði ganga í bekki og bjóða upp á heilsudrykk. Einnig er búið að setja upp hreyfiþrautir sem nemendur geta spreytt sig á þegar þeir fara út úr skólastofunum.

Lífshlaupið hófst í dag og eru nemendur og starfsfólk skráð til leiks. Nemendur þurfa að hreyfa sig minnst 60 mínútur á dag. Þeir skrá hreyfinguna sína á blað sem búið er að hengja upp í heimastofum þeirra. Það verður spennandi að sjá hvaða árgangur verður duglegastur að hreyfa sig í skólanum og einnig að sjá hvort nemendur nái að skáka starfsfólkinu sem ætlar sér stóra hluti í keppninni.