Haustið í 4. bekk

Það sem af er hausti nemendur 4. bekkjar verið að vinna að samþættu verkefni í íslensku og náttúru- og samfélagsfræði eftir aðferðafræði byrjendalæsis. Þeir hafa nýtt sér góða haustdaga til að bregða sér út fyrir veggi skólans og nýtt sér náttúruna í næsta nágrenni hans til náms og leikja. Í blíðunni í gær lá leiðin upp í Selskóg þar sem m.a. var gengið í þögn og skynfærin nýtt til hins ítrasta til að upplifa umhverfið, birkifræjum safnað, farið í náttúrubingó og leitað að litum haustsins. Krakkarnir nutu sín ágætlega á þessum fallega haustdegi.