Haustfundir forelda nemenda í skólanum

Eins og venja eru tveir fundir haldnir að hausti annars vegar fyrir foreldra nemenda í 1.-5. bekk og hins vegar fyrir foreldra nemenda í 6.-10. bekk. 

Fundirnir byrja á sameiginlegri fræðslu hjá foreldrum yngri nemenda verður stuttlega kynnt Olweusarverkefnið og hjá foreldrum eldri nemenda verður Þorgrímur Þráinsson með stutt erindi: "Er lífið leikur einn?" um samstarf foreldra og skóla um uppeldi barna.

Eftir fræðsluna munu foreldrar í hverjum árgangi funda með umsjónarkennurum í bekkjarstofum. 

Haustfundir með foreldrum eru hluti af Olweusarverkefninu í Egilsstaðaskóla.
 
Skólinn væntir þess að allir foreldrar mæti á fundinn.