Göngudagurinn 2023

Í Egilsstaðaskóla er hefð fyrir göngudegi í byrjun september. Árgangarnir fara vítt og breitt um Fljótsdalshérað í lengri og styttri göngur ásamt öllu starfsfólki skólans. Meðfylgjandi eru myndir úr göngu 7. bekkjar í Valtýshelli, 9. bekkjar í Stapavík og 10. bekkjar í Stórurð.