Gleðilegt nýtt ár

Við óskum nemendum okkar og fjölskyldum þeirra gleðilegs árs með þökkum fyrir samstarfið á liðnu ári. Skólahald nemenda hefst í dag, þriðjudag samkvæmt stundatöflu.

Auknar takmarkanir verða í skólastarfinu og munu þær fyrst og fremst snerta matartíma nemenda, en hámarksfjöldi nemenda í hverju rými er 50 nemendur, sem verður til þess að aðeins einn árgangur í einu getur nýtt matsalinn. Í samráð við mötuneyti höfum við sett um breytt matarplan þar sem fjórir árgangar munu nýta matsal, en sex árgangar skólans munu matast í kennslustofum. Þeir árgangar sem munu matast í kennslustofum eru: 2.bekkur, 5.bekkur, 6.bekkur, 8.bekkur, 9.bekkur og 10.bekkur. Matarvagnar munu fara í kennslustofur með áhöldum og mat og munu nemendur matast við sín borð. Frímínútur munu verða með hefðbundnum hætti.
Það liggur fyrir að til þess að þetta skipulag gangi upp þurfum við öll að leggja okkar að mörkum við að hádegisstundin verði endurnærandi fyrir alla og það takist að láta þetta allt rúlla. Þar er lykilatriði að fylgja fyrirmælum starfsmanna og sýna þolinmæði

Skólinn mun nú verða lokaður gestum og þar með töldum foreldrum og forráðamönnum, nema í samráði við skólastjóra
Nemendur eiga ekki að koma í skólann ef þeir finna fyrir covid líkum einkennum en fara í einkennasýnatöku við fyrsta tækifæri. Ef þróun faraldursins verður áfram á þeim nótum sem verið hefur undanfarinn mánuð, má reikna með að aðlaga þurfi skólastarfið að stöðunni hverju sinni og jafnvel að fella niður kennslu. Foreldrum verður tilkynnt ef upp koma smit og haft samband við þá beint eftir atvikum ef nemendur þurfa að fara í sóttkví. En við vonum að okkur takist að halda skólastarfinu sem lengst á hefðbundnum nótum.

Við leggjum áfram áherslu á persónulegar sóttvarnir og þrif í skólanum. Ef barn sýnir einkenni skal það vera heima og fara í próf áður en það mætir í skólann. Samkvæmt reglugerðinni skulu foreldrar eða aðstandendur almennt ekki koma inn í skólabyggingar án sérstaks leyfis og skulu þá bera grímur.

Við vonumst eftir góðu samstarfi við foreldra og nú sem fyrr er brýnt að standa saman, þvo og spritta.

Við í skólanum horfum björtum augum fram á nýtt ár og tökumst á við þessa óvissu stöðu með jákvæðni og vonum að allt fari hér á besta veg.