Fyrsti kynningarfundur haustsins

Í dag er fyrsti kynningarfundur haustsins fyrir foreldra og forráðamenn í 1. - 4. bekk. Dagskráin hefst með fræðslu um "Uppeldi til ábyrgðar" sem fer fram í matsal. Á eftir taka umsjónarkennarar árganga á móti fólki í heimastofum og ræða um vetrarstarfið.
Hvetjum foreldra og forráðamenn til að mæta á þessa kynningarfundi.