Það er hefð fyrir því að fagna fullveldi Íslands 1. desember ár hvert. Af því tilefni safnast nemendur og starfsfólk saman á sal undir stuttri dagskrá. Á dagskránni eru ávörp, stuttur upplestur og í lokin eru sungin þrjú lög til að halda upp á Dag tónlistarinnar.
Allir eru hvattir til að koma í betri fötunum til að gera daginn sem hátíðlegastan.
Aðventan er svo að ganga í garð og skólastarfið mun taka á sig jólalega mynd að einhverju leyti. Það er þó reynt að hafa uppbrot með minnsta móti og hafa sem mestan fyrirsjáanleika þar sem þessi árstími reynist mörgum krefjandi. Þannig færumst við hægt mót hækkandi sól á nýju ári.