Fullveldishátíð

Löng hefð er fyrir því að fullveldinu er fagnað í Egilsstaðaskóla þann 1.desember. Nemendur mættu í sal skólans og hlýddu á ávarp skólastjóra og formanns Nemendaráðs. Auk þess var upplestur en nemendur, sem báru sigur úr býtum í Stóru upplestrarkeppninni síðastliðinn vetur, lásu textabrot og ljóð. Kennarar og nemendur Tónlistarskólans á Egilsstöðum spiluðu undir söng en allir sungu saman í tilefni af Degi tónlistar. Það er alltaf hátíðlegt að koma saman og fagna þessum áfanga í sögu landsins enda eru nemendur og starfsfólk hvattir til að mæta í betri fötunum sem setur virðulegan brag á skólastarfið.