Fjöruferð

Undanfarna daga hefur 3. bekkur verið að vinna með hafið og kynntust krakkarnir helstu fiskitegundum. Nokkrar tegundir voru svo teknar fyrir sérstaklega og unnið nánar með þær.
Í tengslum við þessa vinnu fórum við í ferðalag niður á Fáskrúðsfjörð. Fáskrúðsfjörður tók vel á móti okkur og byrjuðum við á því að skoða fjöruna. Þar var ýmislegt að sjá og meira að segja kom selur og kíkti á okkur.
Eftir fjöruskoðun lá leið okkar á franska safnið og fengum við leiðsögn þar um. Ýmislegt áhugavert sem við heyrðum og sáum þar og mælum við sannarlega með ferð þangað.
Að lokum fundum við okkur leiksvæði til að fá okkur hádegis nesti og leika okkur áður en haldið var heim, sæl og glöð eftir góðan dag.
Einnig höfum við unnið með hvali og í þeirri vinnu voru gerðar mælingar á skólalóðinni. Við komumst m.a. að því að ekki er pláss fyrir fullvaxna steypireyði í miðgarðinum okkar.