Fernuflug

Í haust kallaði Mjólkursamsalan eftir textum frá nemendum í elstu bekkjum grunnskóla. Frá árinu 1994 hefur MS nýtt fjölbreyttar leiðir til að efla móðurmálið og hafa stærstu og sýnilegustu verkefnin verið íslenskuátök á mjólkurfernum. Yfir 1200 textar bárust frá nemendum víða af landinum. Af 48 textum, sem munu birtast á mjólkurfernum á næstunni, eiga nemendur úr Egilsstaðaskóla sex.
Hér fyrir neðan eru myndir af textunum eftir þær Mariu Önnu, Rakel, Kötlu Lind, Sólveigu Ásu, Sól og Karen Töru. Við óskum þeim innilega til hamingju með frábæra texta og hlökkum til að fylgjast með mjólkurfernunum á næstunni.