Lilla hættir

Guðbjörg Friðriksdóttir, lét af störfum í dag eftir tæplega 32 ára starf sem skólaliði í Egilsstaðaskóla. Það hefur verið gæfa fyrir skólann, nemendur og starfsmenn að fá að vera samferða Lillu þennan tíma og skarð hennar verður ekki auðfyllt. Við óskum Lillu gæfu og góðrar heilsu á komandi árum með kæru þakklæti fyrir hennar starf í þágu okkar allra.