Emil í Kattholti mætir á sviðið

Nemendur á yngsta stigi, í 1. - 4.bekk æfa nú leikritið Emil í Kattholti, sem sýnt verður á árshátíðum 7. og 9.febrúar nk. Mikill undirbúningur er vegna uppsetningarinnar enda þarf að hanna leikmynd, finna búninga, æfa söng og margt fleira ásamt því auðvitað að æfa leikritið.

Tímasetningar árshátíðanna er sem hér segir:

Árshátíð 1. og 2. bekkjar 7. febrúar - kl. 17.00.
Árshátíð 3. og 4.bekkjar 9. febrúar - kl. 17.00

Öðrum árgöngum er boðið á generalprufur sama morgunn og árshátíðarnar eru.