Eldvarnargetraun í 3. bekk

Á hverju ári fá nemendur í 3. bekk fræðslu um eldvarnir fyrir jólin og í kjölfarið geta þeir tekið þátt í eldvarnargetraun frá Landsambandi slökkviliðsmanna. Nú á dögunum var dregið í þessari getraun og ekki hægt að segja annað en að við höfum fengið skemmtilega heimsókn í kjölfarið. Haraldur Geir, slökkviliðsstjóri Brunavarna á Austurlandi kom og tilkynnti okkur að einn nemandi úr okkar hópi hafi verið dreginn út og var það Edda Ósk Björgvinsdóttir sem var hin heppna og fékk hún inneign í Spilavinum og viðurkenningarskjal í verðlaun.

Við samgleðjumst henni og óskum henni innilega til hamingju.