Eldstöðvar á Íslandi

Krakkarnir í 9.bekk kynntu verkefni sín um íslenskar eldstöðvar fyrir skömmu. Verkefnið var unnið í samfélagsfræði, samþætt með íslensku, þar sem krafa var gerð um heimildaskrá. Byrjað var að vinna í verkefninu í nóvember og var krökkunum frjálst að velja framsetningu. Verkefnin tóku því á sig ýmis form; bækur, plaköt, líkön o.fl. Kynningin fór fram inni í bekk og var gaman að sjá hve fjölbreyttar leiðir krakkarnir völdu sér og heilmikill fróðleikur sem þau höfðu tekið saman um eldstöðvar á Íslandi.