Egilsstaðskóli á grænni grein

Egilsstaðaskóli hóf þátttöku í Grænfánaverkefninu nú síðari hluta vetrar og er skólinn því nú á grænni grein. Verkefnið hefur verið kynnt starfsmönnum og nemendum og myndaður hefur verið umhverfishópur sem stýra mun verkefninu. Nemendur leiða verkefnið, meta stöðu umhverfismála í skólanum og setja fram markmið og velja þemu sem unnið er með í skólastarfinu. Umhverfishópurinn hélt sinn fyrsta fund föstudaginn 15.maí og var myndin tekin af því tilefni.  Anna Björk Guðjónsdóttir kennari mun vinna með umhverfishópnum.