Ég er UNIK

Skólinn í samstarfi við foreldrafélagið og aðra grunnskóla á Héraði standa fyrir foreldrafundinum.   Ég er UNIK mánudaginn 25. mars kl.17 í fyrirlestrarsal skólans. Foreldrar eru hvattir til þess að láta ekki þetta tækifæri fram hjá sér fara. 

Aðalheiður Sigurðardóttir er fyrirlesari sem talar um eitt af því mikilvægasta í lífinu – að vera samþykktur eins og maður er. Aðalheiður hefur á síðastliðnum 4 árum haldið fyrirlestra í skólum, leikskólum, fyrir foreldrahópa og í samráði við Einhverfu-og ADHD samtökin, bæði á Íslandi og í Noregi.

Í fyrirlestrinum segir hún frá sínu dásamlega ferðalagi sem einhverfumamma; frá vanmættis til viðurkenningar og hvernig frábært samstarf við skólann okkar varð til þess að dóttir hennar eignaðist nýtt lif.

Fyrirlesturinn passar fyrir alla og er ætlað að veita innblástur, kenna okkur að hugsa út fyrir ramman, auka umburðalyndi og sjá alla kostina sem fjölbreytileikinn hefur í för með sér.