Bráðaofnæmi

Í Egilsstaðaskóla pössum við að vera ekki með hnetur eða kiwi þar sem einstaklingar í hópi nemenda og starfsfólks eru með bráðaofnæmi fyrir þeim matvörum. Á hverju hausti er allt starfsfólk upplýst um hvaða einstaklingar eru með bráðaofnæmi og hvernig á að bregðast við ef einstaklingur fær ofnæmisviðbrögð. Starfsfólki er kennt að beita adrenalínpenna og slíkir pennar fylgja þeim sem mögulega geta þurft að nota þá.
Bráðaofnæmi getur verið lífshættulegt og þess vegna leggjum við áherslu á að allir virði það að koma ekki með matvöru sem inniheldur hnetur, möndlur eða kiwi inn í skólann. Á meðfylgjandi upplýsingablaði er bent á þær matvörur sem geta innihaldið hnetur og kiwi.