Auknar takmarkanir vegna heimsfaraldurs

 Mánudaginn 5.október fundaði öryggisnefnd Egilsstaðaskóla og eftirfarandi takmarkanir voru m.a. settar á skólastarf í Egilsstaðskóla.
- Vettvangsferðir utan skólans verði ekki s.s. heimsóknir á söfn eða í stofnanir. Útikennsla er leyfileg.
- Vinadeginum sem vera átti miðvikudaginn 7.október verði frestað þar sem þar er verið að blanda nemendahópum sem ekki eru saman dags daglega.
- Haldið verði áfram að vinna samkvæmt þrifaplani, en auk þess verði borð í verkgreinastofum hreinsuð eftir hvern hóp.
- Skipt verði um skömmtunaráhöld í matsal eftir hvern hóp.
- Kaffistofa starfsmanna lokuð til viðveru næstu tvær vikurnar.
- Skólinn verði áfram lokaður gestum nema í samráði við og með leyfi skólastjóra.
- Fundir innan skólans verði á teams.
- Allir starfsmenn hvattir til að fara varlega og sinna sóttvörnum bæði á vinnustað sem og annars staðar í samfélaginu.

Þessar aðgerðir eru til viðbótar við þær aðgerðir sem settar voru í byrjun skólaárs og finna má upplýsingar um í fréttabréfi skólans frá því í lok ágúst.