Árlegur göngudagur

Árlegur göngudagur Egilsstaðaskóla er í dag. Krakkarnir voru hressir í bragði þegar þeir mættu í morgun, vel nestaðir og spennt fyrir deginum. Í 1. bekk er gengið í Sigfúsarlund og í 10. bekk í Stórurð þannig að göngurnar smá lengjast eftir því sem krakkarnir verða eldri og öflugri. Á næstu dögum munum við birta fleiri myndir úr göngunum.