Á ferð um Ísland

Það er gaman að læra um landið sitt og það er hægt að gera á margan hátt. Krakkarnir í 6. bekk hafa unnið verkefni um Ísland þar sem þau hafa skrifað ferðasögur og fundið þjóðsögur sem tengjast ákveðnum stöðum. Þau merktu inn á stórt Íslandskort og tengdu svo myndir og sögur við staðina á kortinu. Skemmtileg leið til að læra landafræði.