1.desember – 100 ára fullveldisafmæli

Texti með fréttamynd
Texti með fréttamynd

Þar sem fullveldisdaginn 1. desember bar upp á laugardag þetta árið var haldið upp á daginn föstudaginn 30.nóvember í Egilsstaðaskóla. Nokkrar hefðir eru tengdar deginum s.s. að nemendur og starfsmenn mæta í sínu fínasta pússi í skólann og dagskrá er á sal þar sem formaður nemendaráðs ávarpar nemendur í tilefni dagsins.Engin undantekning varð á þetta árið og hýddu nemendur spariklæddir á Hinrik Jónsson, formann nemendaráðs, flytja ávarp um 1.desember. Jafnframt fluttu þau Sigfús Guttormsson og Ruth Magnúsdóttir ávörp í tilefni dagsins. Þær systur Maria Anna og Joanna Natalia Szczelina léku á píanó verk eftir F. Chopin. Að síðustu steig kvennarokksveitin Dúkkulísur á svið og fluttu tvö lög fyrir nemendur. Það er gaman að segja frá því að margar liðskonur hljómsveitarinnar gengu í Egilsstaðaskóla og gaman er fyrir nemendur að vita af þeirri tengingu.