10. bekkur í Stórurð

Árlegum göngudegi Egilsstaðaskóla var aflýst fyrr í haust vegna veðurs og þótti mörgum það afar leitt. Nemendur í 10. bekk voru mjög áhugasamir um að geta gengið í Stórurð, sem er síðasta - og jafnframt lengsta gangan - á skólaferli þeirra. Ákveðið var að grípa tækifærið ef veður leyfði sem reyndist raunin í vikunni.
10. bekkingar og starfsfólk sem kemur að árgangnum hélt af stað sl. miðvikudag, í góðu veðri og ágætum aðstæðum þrátt fyrir að það hefði snjóað á svæðinu nokkrum dögum áður.
Hópurinn fékk bjart og fallegt veður í urðinni og allt gekk vel. Þar með geta nemendurnir hakað við það að hafa gengið í Stórurð, sem markar skref í áttina að útskrift þeirra úr grunnskóla.