Árshátíð yngsta stigs frestað um óákveðinn tíma

Í ljósi aðstæðna í samfélaginu og mögulegra aðgerða til að hefta útbreiðslu C19 veirunnar hefur verið tekin ákvörðun um að fresta árshátíð nemenda í 1.-3.bekk um óákveðinn tíma. Árshátíðin er á skóladagatali fimmtudaginn 26.mars. Vinna við undirbúning hennar hefði að öllu jöfnu átt að hefjast í þessari viku. Staðan verður tekin eftir páska og í framhaldi munu upplýsingar um nýja dagsetningu eða frekari frestun verða gefnar út.