Þemadagar í 3.bekk

Viðfangsefni þemadaganna í 3.bekk voru sjálfbærni og loftslagsbreytingar. Verkefnið var byggt upp sem stöðvavinna þar sem margt var til umfjöllunar.
Í upphafi var horft á myndbönd um sjálfbærni og loftslagsbreytingar. Eftir það sköpuðust miklar umræður um hvað það er sem hvert og eitt okkar getur gert sem hefur jákvæð áhrif á jörðin okkar og að allt skiptir máli
Á einni stöð var farið í gönguferð og hættuleg gatnamót skoðuð með það í huga að koma með lausnir á því hvernig hægt væri að greiða fyrir umferð gangandi og hjólandi. Síðan var farið í ferðalag um landið í gegnum google earth og aðrir bæir skoðaðir sem og lausnir tengdu umferð gangandi og hjólandi vegfarenda.
Önnur stöðin var heimilisfræði þar sem var bakað nesti fyrir lautarferð sem var lokapunktur þemadaganna í þriðja bekk.
Á þriðju stöðinni fór hópurinn í eldri bekki og gerði könnun á ferðamáta nemenda í skólann þann daginn og gerðu úr því súlurit.
Fjórða stöðin var svo könnun á ferðamáta nemendanna sjálfra þessa daga og þau teiknuðu sig og ferðamátann og settu í súlurit sem var sett upp á plaköt.
Endapunkturinn á þemadögunum var lautarferð hjá Vilhjálmsvelli, þar sem byrjað var á að tengjast saman í hring og mynda jörðina og hver og einn sendi eina ósk til handa jörðinni út í alheiminn. Óskirnar voru fjölbreyttar, allt frá því að passa hreiður fugla og vernda dýralíf, menga minna, eyða minna, fleiri rafmagnsflugvélar o.s.frv. Allir plokkuðu svo rusl í kringum áhorfendapallana og í lokin gæddu allir sér á bakkelsi úr heimilisfræði. Nemendur voru áhugasamir og virkir í þessum verkefnum öllum og eiga hrós skilið fyrir.