Mat á skólastarfi

Í öllum skólum fer fram mat á skólastarfinu. Upplýsingum er safnað m.a. með könnunum Skólapúlsins, Íslensku æskulýðsrannsókninni, starfsmannasamtölum, með fyrirlagningu lesfimiprófa o.fl. Tilgangurinn með þessari gagnaöflun er að greina styrkleika og veikleika í skólastarfinu og gera úrbótaáætlun útfrá niðurstöðum.

Matsskýrsla fyrir skólaárið 2022 - 2023 er aðgengileg á heimasíðu skólans, undir tenglinum Skólinn og þar undir Mat á skólastarfi. Efni skýrslunnar er kynnt fyrir starfsfólki og skólastjóri kynnir hana fyrir skólaráði og fjölskylduráði.