Fréttir

Fyrsti kynningarfundur haustsins

Í dag er fyrsti kynningarfundur haustsins fyrir foreldra og forráðamenn í 1. - 4. bekk. Dagskráin hefst með fræðslu um "Uppeldi til ábyrgðar" sem fer fram í matsal. Á eftir taka umsjónarkennarar árganga á móti fólki í heimastofum og ræða um vetrarstarfið. Hvetjum foreldra og forráðamenn til að mæta á þessa kynningarfundi.
Lesa meira

Verum ástfangin af lífinu

Þorgrímur Þráinsson rithöfundur kom í árlega heimsókn sína í 10. bekk í morgun. Þorgrímur býðst til að koma í alla skóla og spjalla við krakkana um það að bera ábyrgð á sjálfum sér, sýna samkennd og þrautseigju, koma fallega fram og gera góðverk. Hann hefur lagt áherslu á að kynna markmiðssetningu og að sinna litlu hlutunum daglega. Þorgrími hefur ávallt verið vel tekið af krökkunum og í dag var engin undantekning á.
Lesa meira

Göngudagurinn 2023

Í Egilsstaðaskóla er hefð fyrir göngudegi í byrjun september. Árgangarnir fara vítt og breitt um Fljótsdalshérað í lengri og styttri göngur, ásamt öllu starfsfólki skólans. Meðfylgjandi eru myndir úr göngu 7. bekkjar í Valtýshelli, 9. bekkjar í Stapavík og 10. bekkjar í Stórurð.
Lesa meira

Árlegur göngudagur

Árlegur göngudagur Egilsstaðaskóla er í dag. Krakkarnir voru hressir í bragði þegar þeir mættu í morgun, vel nestaðir og spennt fyrir deginum. Í 1. bekk er gengið í Sigfúsarlund og í 10. bekk í Stórurð þannig að göngurnar smá lengjast eftir því sem krakkarnir verða eldri og öflugri. Á næstu dögum munum við birta fleiri myndir úr göngunum.
Lesa meira

Uppeldi til ábyrgðar

Í vetur hefst innleiðing á „Uppeldi til ábyrðar“ (Restitution – Self Discipline) sem er hugmyndakerfi þar sem lögð er áhersla á sjálfsskoðun, uppbyggileg samskipti, kennslu sjálfsaga og sjálfstjórn í samskiptum. Ef samskipti í skólanum eru góð og gefandi má byggja á þeim árangursríkt nám. Í því sambandi er mikilvægt að átta sig á því að eina manneskjan sem við getum stjórnað erum við sjálf. Stefnan kennir að það sé í lagi að gera mistök en vi fáum tækifæri til að lagfæra þau og læra af þeim með betri samskiptum. Það er uppbygging sjálfsaga. Svokallaður þarfahringur er kynntur nemendum, svo þeir þekki grunnþarfir sínar og geti uppfyllt þær án þess að trufla aðra. Stefnan á upphaf sitt í Kanada hjá Diane Gossen sem hóf að þróa aðferðina en hún byggir hana á hugmyndum og rannsóknum annarra fræðimanna, m.a. á heilastarfsemi, áhrifum umbunarkerfa, sjálfstjórnarkenningum og fleiru. Allir umsjónarkennarar sjá um að vinna markvisst með og kynna „Uppeldi til ábyrgðar“ í sínum umsjónarhópum. Það eru þó ekki bara þeir sem vinna eftir stefnunni heldur allt starfsfólk skólans og ekki síst nemendur sjálfir. Við munum öll taka höndum saman um að innleiða og nota uppbyggingarstefnuna í starfi skólans. Á kynningarfundum stiga og árganga, sem fyrirhugaðir eru 19.- 21. september, verður kynning á Uppeldi til ábyrgðar fyrir foreldra og forráðamenn. Upplýsingar um innleiðinguna og hugmyndafræðina verða sendar út reglulega í vetur. Þeir sem vilja kynna sér Uppbyggingarstefnuna er bent á heimasíðuna www.uppbygging.is
Lesa meira

Fyrstu skóladagarnir

Skólastarfið í Egilsstaðaskóla er komið í fullan gang. Margir árgangar hafa nýtt sér góða veðrið og verið úti við ýmis verkefni, s.s. æfa margföldun. Minnt er á að það þarf að skrá nemendur í mötuneytið og ávexti á heimasíðu skólans. Síðasti skráningardagur er í dag, 25. ágúst.
Lesa meira

Umsjónarkennarar skólaárið 2023 - 2024

1. bekkur: Halldóra Björk Ársælsdóttir, Svana Magnúsdóttir 2. bekkur: Berglín Sjöfn Jónsdóttir , Jóhanna Björk Magnúsdóttir, Eydís Elva Eymundsdóttir 3. bekkur: Drífa Magnúsdóttir, Gyða Guttormsdóttir, Júlía Kristey H. Jónsdóttir 4. bekkur Auður Dögg Pálsdóttir, Rósey Kristjánsdóttir, Védís Hrönn Gunnlaugsdóttir 5. bekkur: Ingibjörg Sóley Guðmundsdóttir, Lovísa Hreinsdóttir 6. bekkur: Hlín Stefánsdóttir, María Emilsdóttir 7. bekkur: Carola Björk Tschekorsky Orloff, Dóra Matthíasdóttir 8. bekkur: Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir, Sigurður Högni Sigurðarson, Þórunn Guðgeirsdóttir 9. bekkur: Sandra Ösp Valdimarsdóttir, Sæbjörn Guðlaugsson, Anna Björk Guðjónsdóttir 10. bekkur: Fjóla Rún Jónsdóttir, Jón Magnússon, Sigfús Guttormsson
Lesa meira

Skólasetning 23. ágúst

Egilsstaðaskóli verður settur þann 23. ágúst. Nemendur og foreldrar/forráðamenn í 1. -4. bekk mæta í matsal klukkan 10.00. Nemendur og foreldrar/forráðamenn í 5. - 10.bekk mæta í matsal klukkan 11.00. Að lokinni stuttri dagskrá í matsal fara nemendur í heimastofur árganga og hitta umsjónarkennara, sem fara yfir hagnýtar upplýsingar. Að því loknu lýkur skóladegi nemenda, að undanskyldum nemendum og foreldrum/forráðamönnum í 1.bekk sem eru boðaðir í viðtöl þennan dag. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 24. ágúst. Við hvetjum fólk til að koma gangandi eða hjólandi á skólasetningu þar sem bílastæði við skólann eru takmörkuð.
Lesa meira

Sumarfrí og lokun skrifstofu

Starfsfólk Egilsstaðaskóla er nú komið í sumarfrí og skrifstofa skólans því lokuð. Opnað verður aftur 8. ágúst en skólasetning verður þann 23. ágúst. Frekari upplýsingar um skólahald haustsins verðar birtar þegar nær dregur. Bestu óskir um gott og ánægjulegt sumarfrí til nemenda, aðstandenda og starfsfólks skólans.
Lesa meira

Lóur og lundar í Hafnarhúsi á Borgarfirði eystra

Í kaffihúsinu í Hafnarhúsinu á Borgarfirði eystra getur nú að líta myndverk eftir krakka í 2.bekk. Viðfangsefnið var lóur og lundar og fuglarnir eru túlkaðir að hætti hvers nemanda. Elva Rún Klausen, Drífa Magnúsdóttir og Freyja Kristjánsdóttir umsjónarkennarar lögðu verkefnið fyrir og Elva Rún setti sýninguna upp að beiðni rekstraraðila kaffihússins. Það er því full ástæða til að gera sér ferð á Borgarfjörð eystri, fá sér kaffi og kíkja á myndirnar.
Lesa meira