Val á unglingastigi

Hluti af námi nemenda er sett upp sem val. Eftir því sem krakkarnir verða eldri eykst vægi vals og er því mest á unglingastigi. Vali á unglingastigi er skipt í fjögur tímabil yfir veturinn og nemendur velja hvaða námskeið eða viðfangsefni þau hafa mestan áhuga á. Það sem hefur verið í vali þetta skólaár er m.a. leirmótun, skák, framandi matreiðsla og bakstur, forritun, teikning og málun. Einnig hafa verið námskeið þar sem nemendur gerðu sér prógram í ræktina og unnu eftir, enski boltinn og námskeið þar sem var fjallað um raunveruleikaþætti og nú síðast er námskeið þar sem er pælt í körfubolta ásamt því að spila þegar veður leyfir.
Nýta má hluta af vali nemenda á unglingastigi sem svokallað utanskólaval en þá fá nemendur metið tómstundastarf utan skóla. Nemendaráð og Leiðtogaráð voru hluti af vali á þessu skólaári og það hefur gefist vel.

Meðfylgjandi myndir eru frá gærdeginum og sýna nemendur vinna að ýmsum verkefnum í valinu.