Þemadagar í apríl

Skólastarfið síðastliðna tvo daga hefur verið með óhefðbundnum hætti. Nemendur unnu að margvíslegum verkefnum, í hópum og á stöðvum, inni og úti. Meðal viðfangsefnanna voru skjaldarmerki Íslands, heimabyggðin, stríðsárin, vinabandagerð, stuttmyndagerð, útivist og hreyfing. Í 8. bekk bjuggu krakkarnir til spil og krakkarnir í 7. bekk kynntu sér þjóðsögur sem þau gerðu svo stuttmyndir uppúr.

Í gær var einnig úrtökukeppni fyrir Skólahreysti til að velja þátttakendur í liðið sem fer og keppir í Skólahreysti á Akureyri 30. apríl nk. 
Í dag var opið hús og fjöldi gesta heimsótti okkur. Sveitarstjórn var boðið að koma og kynna sér tillögur nemenda í 10. bekk um hvernig þau myndu skipuleggja svæði í sveitarfélaginu. Einnig kynntu nemendur í 9. bekk verkefni um stríðsárin sem þau hafa unnið að í samfélagsfræði undanfarnar vikur. Fleiri myndir af stríðsáraverkefnum og heimabyggðarverkefnum birtast á heimasíðunni á næstu dögum.